Helgihald í Ássókn um bænadaga og páska 2022:

Skírdagur, 14. apríl 2022:

Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 13:00.

Guðsþjónusta á Skjóli kl. 14:15.

Séra Sigurður Jónsson þjónar, Bjartur Logi Guðnason leikur á orgel og Félagar úr Kór Áskirkju syngja við báðar athafnirnar.

Sameiginleg messa Ás- og Laugarnessókna í Laugarneskirkju kl. 20:00.

Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og séra Sigurður Jónsson prédikar. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið og Kór Áskirkju syngur.

 

Föstudagurinn langi, 15. apríl 2022:

Guðsþjónusta í Áskirkju kl. 11:00.

Séra Sigurður Jónsson þjónar. Elísabet Þórðardóttir leikur á orgelið og Kór Laugarneskirkju syngur.

 

Páskadagur 17. apríl 2022:

Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 8:00 árdegis.

Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið og Kór Áskirkju syngur.

Pásakmorgunverður í boði Safnaðarfélags Áskirkju í Ási á eftir.

Sameiginleg fjölskylduguðsþjónusta Laugardalsprestakalls í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal kl. 11:00.

Séra Sigurður Már Hannesson, Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni og Þorsteinn Jónsson leiða stundina, sem hefst við selalaugina, og berst svo inn í veitingaskálann. Gjaldfrjálst í garðinn til kl. 11.