Guðsþjónusta og kaffisala Átthagafélags Sléttuhrepps

Sunnudaginn 30. október verður guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00 í Áskirkju. Félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt í guðsþjónustunni. sr Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari. Ræðumaður verður Oddur Hermannsson frá Sæbóli í Aðalvík. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala Átthagafélags Sléttuhrepps í safnaðarheimili Áskirkju og kostar kaffið 2.000 krónur á mann.