Fimmti og síðasti sunnudagur eftir þrettánda, 10. febrúar 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Biskupsvísitasía. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiterar Ássöfnuð og prédikar við messuna. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Léttur hádegisverður í boði Safnaðarfélagsins og kaffi í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar, að messu lokinni, þar sem fermingarbörn vorsins leggja til heimabakað meðlæti með kaffinu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:30. Biskupsvísitasía. Athugið breyttan tíma að þessu sinni. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiterar Skjól og prédikar við guðsþjónustuna. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.