5. sunnudagur eftir páska, 5. maí 2024, og uppstigningardagur, 9. maí 2024:

Messa sunnudaginn 5. maí kl. 13:00.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Árnesingakórinn syngur.  Stjórnandi Hildigunnur Einarsdóttir.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.  Hressing að messu lokinni.

Á uppstigningardag, kirkjudag eldri borgara, fimmtudaginn 9. maí kl 13:00, verður sameiginleg guðsþjónusta fyrir söfnuði Laugardalsprestakalls í Áskirkju.  Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Ekkó kórinn, kór eldri kennara syngur, undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.  Veglegt messukaffi í boði safnaðanna í Laugardalnum.