Kór

 

Kór Áskirkju hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í gegnum árin. Með nýjum organista verða ákveðin kaflaskil í starfinu en enn sem fyrr er stefnt að því að halda hinum fallega hljómi sem hefur einkennt kórinn í gegnum árin. Nú gefst gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða kórstarfið og hugsanlega ganga í kórinn. Æfingar verða á föstudögum kl. 17:00-19:00 í Áskirkju.

Nánari upplýsingar hjá Bjarti Loga Guðnasyni organista, bjartur72@gmail.com og í síma 699-8871.

Áskirkja