21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 29. október 2023:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 13:00. Jónína Dagmar Ásgeirsdóttir sér um samverustund sunnudagaskólans. Sérstök áhersla verður lögð á almennan safnaðarsöng í guðsþjónustunni, og er áhugafólk um messusöng hvatt til að koma og syngja. Séra Sigurður Jónsson annast prestsþjónustuna. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Hressing að guðsþjónustu lokinni.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14:15. Séra Sigurður Jónsson þjónar. Almennur safnaðarsöngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason.