19. sunnudagur eftir trínitatis, 27. október 2019:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Barn verður skírt í messunni. Séra Dagur Fannar Magnússon annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Dal eftir messu.

Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.