16. sunnudagur eftir trínitatis, 6. október 2019:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson, nývígður prestur til Austfjarðaprestakalls, annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.