1. sunnudagur í föstu, 10. mars 2019

Messa og barnastarf kl. 11:00. Kristny Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans og séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.  Safnaðarfélag Áskirkju selur kaffi og vöfflur með rjóma í Ási eftir messu. 

Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju á þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar i senn. 

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12:00-15:00.