Áskirkja

 

4. sunnudagur í föstu, 26. mars 2017

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson.

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2017 verður haldinn í Dal, neðri safnaðarsal Áskirkju, strax að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar. Önnur mál. Kaffiveitingar.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Svanhildur Blöndal þjónar. Organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 14/3 2017

3. sunnudagur í föstu, 19. mars 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 14/3 2017

2. sunnudagur í föstu, 12. mars 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 7/3 2017

1. sunnudagur í föstu, 5. mars 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls súpuspón og kaffitár í Ási við vægu verði, kr. 700, til styktar starfi félagsins.

Sigurður Jónsson, 1/3 2017

Helgihald fellur niður vegna ófærðar!

Allt helgihald fellur niður í dag, sunnudaginn 26. febrúar 2017, vegna ófærðar á höfuðborgarsvæðinu.

Sigurður Jónsson, 26/2 2017

Sunnudagur í föstuinngang, 26. febrúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Almennur söngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra við flutning fólks til og frá guðsþjónustunni vel þegin.

Sigurður Jónsson, 22/2 2017

2. sunnudagur í níuviknaföstu, 19. febrúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 15/2 2017

1. sunnudagur í níuviknaföstu, 12. febrúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Eftir messu leggja fermingarbörnin til heimabakað meðlæti með kirkjukaffinu í Ási, og þiggja að gjöf Biblíur frá Safnaðarfélagi Ásprestakalls.

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju þriðjudaga til föstudaga kl. 10 árdegis. Allir velkomnir.

Sigurður Jónsson, 7/2 2017

Síðasti sunnudagur eftir þrettánda, 5. febrúar 2017

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigfúsi Jónassyni guðfræðinema. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls súpu og brauð ásamt kaffisopa, í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar, til styrktar starfi sínu. Verð kr. 700.

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju þriðjudaga til föstudaga kl. 10 árdegis. Allir velkomnir.

Sigurður Jónsson, 30/1 2017

4. sunnudagur eftir þrettánda, 29. janúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Magnús Ragnarsson. Allir velkomnir!

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju  á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10 árdegis. Allir velkomnir!

Sigurður Jónsson, 25/1 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests:
eftir samkomulagi.

Sími í Áskirkju 581-4035,
farsími 864-5135.
Netfang: soknarprestur@askirkja.is

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Fimmtudagur

Kl. 12:00-15:00 Opið hús:
Kyrrðarstund í kirkju, hádegisverður í neðra safnaðarheimili, spil og spjall, söngstund.

Dagskrá ...