Áskirkja

 

12. sunnudagur eftir trínitatis, 19. ágúst 2018:

Messa kl. 11:00. Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 15/8 2018

11. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 12. ágúst 2018:

Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 8/8 2018

Sumarlokun Áskirkju

Áskirkja verður lokuð til júlíloka vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks kirkjunnar. Ekkert helgihald verður í kirkjunni fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Prestsþjónustu til og með 30. júlí veita séra Helga Soffía Konráðsdóttir, s. 860 9997 og séra Eva Björk Valdimarsdóttir, s. 822 3832.

Sigurður Jónsson, 20/6 2018

Lýðveldisdagurinn, 17. júní 2018:

Sameiginleg útiguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða á lýðveldisdaginn, 17. júní kl. 11 við íhugunarbrautina í Rósagarðinum í Laugardal. Hjalti Jón Sverrisson mag. theol. prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar. Félagar úr Kór Áskirkju syngja undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista Áskirkju. Aðkoma að staðnum er annars vegar frá Sunnuvegi um heimreiðina til suðurs að gróðrarstöðinni í Laugardal, og hins vegar frá bílastæði Vinagarðs við Holtaveg eftir göngustíg sem liggur til vesturs frá stæðinu.

Sigurður Jónsson, 13/6 2018

2. sunnudagur eftir trínitatis, 10. júní 2018:

Messa sunnudagsins 10. júní í Áskirkju fellur niður vegna sumarferðar Safnaðarfélags Ásprestakalls til Vestmannaeyja. Þar taka ferðalangar þátt í guðsþjónustu í Landakirkju kl. 11. Séra Viðar Stefánsson prestur í Vestmannaeyjaprestakalli þjónar fyrir altari og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédikar. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið.

Sigurður Jónsson, 5/6 2018

Sjómannadagurinn, 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa á sjómannadaginn kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Sigurður Jónsson, 30/5 2018

Þrenningarhátíð, 27. maí 2018:

Messa kl. 11. Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn í Ási, safnaðarheimili Áskirkju, strax að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar.

Sigurður Jónsson, 23/5 2018

Ferming í Áskirkju 2019

Skráning í fermingarfræðslu í Áskirkju veturinn 2018-2019 fer fram í kirkjunni fimmtudaginn 24. maí og föstudaginn 25. maí 2018 kl. 17-19 báða dagana. Þar verður rætt um tilhögun fermingarstarfsins næsta vetur og hægt að velja fermingardag.

Fermingardagar í Áskirkju vorið 2019 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur, 14. apríl 2019 kl. 14

Fyrsti sunnudagur eftir páska, 28. apríl 2019 kl. 11

Hvítasunnudagur, 9. júní 2019 kl. 11

Þau börn sem hafa hug á að fermast í Áskirkju vorið 2019, eru vinsamlegast beðin að koma í Áskirkju annan hvorn þessa daga til að skrá sig í fermingarfræðsluna, ásamt a.m.k. öðru foreldra sinna.

Henti þessir tímar ekki, má hafa samband við sóknarprest í síma 581 4035 eða 864 5135, – eða með tölvupósti í netfangið soknarprestur@askirkja.is og tilkynna skráningu.

Sigurður Jónsson, 16/5 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju sunnudaginn 27. maí 2018 að lokinni messu sem hefst kl. 11:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.

Sigurður Jónsson, 16/5 2018

Hvítasunnudagur, 20. maí 2018:

Messa og ferming kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bryndísi Möllu Elídóttur. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Fermd verða:

Alfa Magdalena Birnir Jórunnardóttir, Tjarnarlundi 6e, 600 Akureyri

Eric Almar Einarsson, Hjallavegi 1, 104 Reykjavík

Garðar Karl Ingvarsson, Vesturbrún 28, 104 Reykjavík.

Sigurður Jónsson, 16/5 2018

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Miðvikudagur

Kl. 15:30 Fermingarfræðsla í safnaðarheimili á neðri hæð, Dal.
Kl. 17:30 Höndin - sjálfstyrkingarhópur í Dal.
Kl. 20:00 Kóræfing karlakórsins Esju í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.

Dagskrá ...