Áskirkja

 

Fyrsti sunnudagur eftir trínitatis, 23. júní 2019:

Lesmessa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Sigurður Jónsson, 19/6 2019

Trinitatis, sunnudagurinn 16. júní 2019:

Lesmessa með orgelívafi kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur og Bjartur Logi Guðnason organisti þjóna.

Sigurður Jónsson, 12/6 2019

Hvítasunnudagur, 9. júní 2019:

Messa og ferming á hvítasunnudag kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.                        

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 5/6 2019

6. sunnudagur eftir páska, sjómannadagurinn, 2. júní 2019:

Messa í Áskirkju á sjómannadaginn kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 28/5 2019

Uppstigningardagur – kirkjudagur aldraðra í Laugarneskirkju, 30. maí 2019

Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 14:00. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og séra Sigurður Jónsson prédikar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Veglegar kaffiveitingar eftir guðsþjónustu í boði Kvenfélags Laugarneskirkju og Safnaðarfélags Ásprestakalls. Guðsþjónustan markar lok sameiginlegs vetrarstarfs eldri borgara í sóknunum tveimur.
Vinsamlegast látið messuboðin berast, komið sjálf og bjóðið vinum með ykkur til kirkju.

Sigurður Jónsson, 23/5 2019

5. sunnudagur eftir páska, 26. maí 2019:

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 23/5 2019

Vortónleikar Kórs Áskirkju 2019

Kórtónlist úr ýmsum áttum með áherslu á tónlist frá Íslandi og Skandinavíu.

Í Áskirkju miðvikudaginn 22.5. kl. 18.

Stjórnandi: Bjartur Logi Guðnason.

Allir velkomnir.  Aðgangur ókeypis.

Sigurður Jónsson, 19/5 2019

4. sunnudagur eftir páska, 19. maí 2019: Messa og aðalsafnaðarfundur.

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn.

Sóknarnefnd Ássóknar boðar til aðalsafnaðarfundar Ássóknar 2019 sem haldinn verður strax að messu lokinni í Ási, safnaðarheimili Áskirkju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.  Önnur mál.

Strax að aðalsafnaðarfundi loknum hefst aðalfundur Safnaðarfélags Ásprestakalls 2019 á sama stað. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.

Sigurður Jónsson, 8/5 2019

3. sunnudagur eftir páska, 12. maí 2019:

Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt. Ræðumaður verður Sveinn Þráinn Jóhannesson, ættaður frá Sæbóli í Aðalvík. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Kaffisala Átthagafélagsins verður í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni. Verð kr. 1.500 á mann. Vinsamlegast athugið breyttan messutíma að þessu sinni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 8/5 2019

2. sunnudagur eftir páska, 5. maí 2019:

Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Hressing í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 1/5 2019

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara, í umsjón Þorgils Hlyns Þorbergssonar guðfræðings.
Kl.14:00 Samverustund Djákna á Norðurbrún 1, fyrsta og þriðja þriðudag í mánuði.
Kl. 14.00 Samverustund Djákna á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði í umsjón sóknarprests.
Kl. 20:00 Spilakvöld, valin kvöld, Safnaðarfélags Ásprestakalls í Dal, neðri hæð.
Upplýsingar hjá Láru 695-7755.
Kl. 19:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-Vocalist. (stjórnandi Sólveig s.694-3964)

Dagskrá ...