Áskirkja

 

2. sunnudagur í föstu, 25. febrúar 2018:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Kristný Rós Gústafsdóttir og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 21/2 2018

1. sunnudagur í föstu, 18. febrúar 2018:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar sóknarprests, Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Sigurður Jónsson, 14/2 2018

Sunnudagur í föstuinngang, 11. febrúar 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari (ekki sr. Eva Björk Valdimarsdóttir eins og segir í messuboðum í Morgunblaðinu og í Dagbók kirkjunnar á kirkjan.is). Ekkó-kórinn syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 7/2 2018

2. sunnudagur í níuviknaföstu, 4. febrúar 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Eftir messu selur Safnaðarfélag Ásprestakalls vöfflukaffi í Ási, til styrktar starfi félagsins í söfnuðinum.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 30/1 2018

Kór Áskirkju leitar að söngfólki

Kór Áskirkju hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna í gegnum árin. Með nýjum organista verða ákveðin kaflaskil í starfinu en enn sem fyrr er stefnt að því að halda hinum fallega hljómi sem hefur einkennt kórinn í gegnum árin. Nú gefst gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða kórstarfið og hugsanlega ganga í kórinn. Æfingar verða á föstudögum kl. 17-19 í Áskirkju.

Nánari upplýsingar hjá Bjarti Loga Guðnasyni organista, bjartur72@gmail.com og í síma 699 8871.

Sigurður Jónsson, 23/1 2018

1. sunnudagur í níuviknaföstu, 28. janúar 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund barnanna í sunnudagaskólanum. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 23/1 2018

3. sunnudagur eftir þrettánda, 21. janúar 2018:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar sóknarprests, Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Dags Fannars Magnússonar guðfræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Sigurður Jónsson, 17/1 2018

2. sunnudagur eftir þrettánda, 14. janúar 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiða samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 10/1 2018

1. sunnudagur eftir þrettánda, 7. janúar 2018:

Messa kl. 11:00. Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Barnastarfið hefst á ný eftir jólahlé sunnudaginn 14. janúar 2018 kl. 11:00.

Sigurður Jónsson, 3/1 2018

Gamlárskvöld, 31. desember 2017:

Aftansöngur kl. 18:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Einsöng syngur Jóhanna Ósk Valsdóttir. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.  Fluttir verða Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.

Fyrsta messan í Áskirkju á nýju ári verður sunnudaginn 7. janúar og sunnudagaskólinn byrjar viku síðar, sunnudaginn 14. janúar 2018.

Gleðilegt nýár!

Sigurður Jónsson, 27/12 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

 

Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS