Áskirkja

 

3. sunnudagur í aðventu, 16. desember 2018:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Kristnýjar Rósar djákna og Dags Fannars. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Að lokinni guðsþjónustunni í kirkjunni verður haldið yfir í Ás, efri safnaðarsal kirkjunnar og stiginn dans í kringum jólatréð, þar sem reikna má með að Ketkrókur láti sjá sig, taki nokkur dansspor og láti gleðilátum.

Sigurður Jónsson, 12/12 2018

2. sunnudagur í aðventu, 9. desember 2018:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Ekkó-kórinn leiðir söng við guðsþjónustuna og syngur að henni lokinni nokkur jólalög undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.

Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 16. Kór Áskirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Fermingarbörn flytja helgileik. Almennur söngur og ljóðalestur. Ræðumaður séra Bryndís Malla Elídóttir prestur við Seljakirkju. Heitt súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar Ássóknar og Safnaðarfélags Áskirkju í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 4/12 2018

1. sunnudagur í aðventu, 2. desember 2018:

Messa og barnastarf fyrsta sunnudag í aðventu kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða messusönginn undir stjórn Kára Allanssonar. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Að messu lokinni verður laufabrauð skorið og steikt í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar á vegum Safnaðarfélags Áskirkju. Heitt á könnunni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

Sigurður Jónsson, 28/11 2018

Síðasti sunnudagur kirkjuársins, 25. nóvember 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Guðfræðinemarnir Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi og safi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 20/11 2018

25. og næstsíðasti sunnudagur eftir trínitatis, 18. nóvember 2018:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur héraðsprests, Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Dags Fannars Magnússonar guðfræðinema. Bænir og brúður, söngur og sögur. Gefandi samverustund allra aldurshópa. Heitt á könnu og svalur safi í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 15/11 2018

24. sunnudagur eftir trínitatis, 11. nóvember 2018:

Menningardagur í Áskirkju:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Kökubasar og nytjamarkaður Safnaðarfélagsins í Ási frá kl. 12.

Vöfflukaffi á kr. 1.000.

Örtónleikar Kórs Áskirkju í kirkjunni.

Sýning á skrúða og munum kirkjunnar.

Sigurður Jónsson, 7/11 2018

Allra heilagra messa, 4. nóvember 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17-19 ganga fermingarbörnin í hús í sókninni og safna fé á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar til vatnsöflunar sem sérstaklega mun nýtast jafningjum þeirra í Afríku. Vinsamlegast takið erindi barnanna vel og leggið góðum málstað lið.

Sigurður Jónsson, 31/10 2018

22. sunnudagur eftir trínitatis, 28. október 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni Ássafnaðar og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Hljómfélaginu leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Í kirkjukaffinu að messu lokinni bjóða fermingarbörn vorsins upp á meðlætið. Jafnframt verða þeim afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju.

Sigurður Jónsson, 24/10 2018

21. sunnudagur eftir trínitatis, 21. október 2018:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Benjamíns Hrafns og Dags Fannars. Brúður, bænir, söngur, sögur. Kafffitár og safasopi í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 7/10 2018

20. sunnudagur eftir trínitatis, 14. október 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 7/10 2018

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Föstudagur

Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 (fyrsta föstudag í mánuði)
Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Dalbraut 27 (síðasta föstudag í mánuði)
Kl. 20:00 AA-fundur í Dal, neðri hæð.

Dagskrá ...