Hin mæta morgunstundin – 17. janúar 2021

Í helgistund sunnudagsins sem er annar sunnudagur eftir þrettánda gefur sr. Sigurður gaum að hjálpræði efnamannsins, sem ekki fann eirð í sínum beinum fyrr en hann hafði náð fundi Drottins og skynjað í návist hans mikilvægi hinna sönnu verðmæta.

Prestur: Sr. Sigurður Jónsson
Organisti: Bjartur Logi Guðnason

Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar á sunnudögum kl. 9:30.