Breyting á Opnu húsi Ássafnaðar og Laugarnessafnaðar

Eftirfarandi breyting verður gerð á Opnu húsi Ássafnaðar og Laugarnessafnaðar meðan á yfirstandandi fjöldatakmörkunum vegna Covid-19-veirufaraldursins stendur:

 

Kyrrðarstund í Áskirkju hefst kl. 13:00 – ekki kl. 12:00.

Ekki verður boðið upp á hádegisverð.

Gestur Opins húss mun flytja innlegg sitt inni í kirkjunni í beinu framhaldi af kyrrðarstundinni.

Söngstund með organista fellur niður.

 

Þessi breyting stendur a.m.k. fimmtudagana 18. nóvember, 25. nóvember og 2. desember.

Gætum að smitvörnum og nálægðarmörkum.

Hittumst heil í Opnu húsi.