Hin mæta morgunstundin – fimmtudagshugvekja 10. desember
Í hugvekju dagsins sem Jóhanna María Eyjólfsdóttir flytur er lögð áhersla á skilaboð Páls postula til Þessalóníkumanna: „Við skulum sameinast um að vera þakklát og glöð eins og Páll postuli hvetur okkur til og þá mun helgi aðventunnar og jólanna umvefja okkur og lýsa veginn áfram. “
Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar út aðventuna; á sunnudögum kl. 9:30 og á fimmtudögum kl. 9:30.
Djákni er Jóhanna María Eyjólfsdóttir og organisti er Bjartur Logi Guðnason.