Aðventustund barnanna 2. í aðventu

Kæru börn og foreldrar, í dag er annar sunnudagur í aðventu og þá kveikjum við á Betlehemskertinu. Í Aðventustund barnanna sem við birtum í dag heilsa Rebbi og Mýsla uppá ykkur en þau eru komin í jólaskapið. Við heyrum bibiíusögu og jólaföndrið verður á sínum stað. Börn úr kórum Langholtskirkju syngja undurfallega jólasálma og táknmálstúlkur túlkar alla stundina. Eigið góða stund og gleðilegan dag!