Hin mæta morgunstundin – 24. janúar 2021

Sunnudagurinn 24. janúar 2021 er síðasti sunnudagur eftir þrettánda samkvæmt skiptingu kirkjuársins.

Lesinn er guðspjallstexti Markúsar um ummyndun Jesú á fjallinu. Séra Sigurður ræðir um fjallið sem mótsstað manns og Guðs, og bendir á hliðstæður við frásögnina í öðrum frásögnum Markúsar, bæði í lýsingunni á skírn Jesú í Jórdaná og í páskaguðspjallinu. Forspil: Andante í Es-dúr eftir Johann Christian Heinrich Rinck (1770–1846) Eftirspil: Fughetta í D-dúr eftir Friedrich Wilhelm Schütze (1807-1888) Prestur: Sr. Sigurður Jónsson Organisti: Bjartur Logi Guðnason

Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar á sunnudögum kl. 9.30.