Helgihald og önnur dagskrá í Ássókn í dymbilviku og um páska 2023:
Skírdagur, 6. apríl:
Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13.
Guðsþjónusta á Hrafnistu, Laugarási kl. 14.
Við báðar athafnirnar þjónar séra Sigurður Jónsson, félagar úr Kór Áskirkju syngja, og organisti er Bjartur Logi Guðnason.
Föstudagurinn langi, 7. apríl:
Sameiginleg guðsþjónusta Laugardalsprestakalls í Áskirkju kl. 13. Kór Áskirkju flytur Stabat mater eftir František Tůma undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Píslarsagan samkvæmt Jóhannesarguðspjalli lesin. Séra Sigurður Jónsson þjónar.
Páskadagur, 9. apríl:
Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju kl. 8 árdegis. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Páskadagsmorgunverður að guðsþjónustu lokinni í boði Safnaðarfélags Áskirkju í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.
Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Laugardalsprestakalls kl. 11 á páskadag í skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Umsjón með stundinni hafa séra Helga Kolbeinsdóttir og séra Sigurður Jónsson ásamt Emmu Eyþórsdóttur og Þorsteini Jónssyni, leiðtogum í barnastarfi Ás- og Laugarnessókna. Komið verður saman við selalaugina í húsadýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.
Gleðilega páska!