Árlegur jóla- og kökubasar Safnaðarfélags Áskirkju

Jóla- og kökubasar Safnaðarfélags Áskirkju verður haldinn þann 7. nóvember n.k. að aflokinni messu um kl. 14:00. Einnig verðum við með vöfflukaffi með öllu tilheyrandi á 1000 kr.
Ef þið hafið færi á að gefa okkur muni á basarinn þá endilega komið þeim til okkar á opnunartíma kirkjunnar og kirkjuvörður mun taka á móti með bros á vör.
Ef þið hafið tök á að gefa okkur kökur-tertur-smákökur-konfekt eða annað kruðerí á söluborðið okkar þá endilega komið með í Ás, efra safnaðarheimili kirkjunnar þann 7. nóvember milli kl. 11:00 og 13:00 eða hafið samband við Petreu í síma 891-8165.
Allur ágóði rennur beint til styrktar kirkjustarfs Áskirkju.
Með kærri kveðju og þakklæti.
Safnaðarfélag Áskirkju.