Fréttir

Allra heilagra messa, barnastarf og jólabasar

Sunnudaginn 6. nóvember kl 13:00 verður Allra heilagra messa og barnastarf í Áskirkju. sr Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Kór Áskirkju syngur og Ellert Blær Guðjónsson syngur einsöng. Kveikt á kertum og minnst látinna ástvina. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Viktoríu og Þorsteins.

Strax að lokinni messu er Jólabasar Safnaðarfélagsins. Bakkelsi og handavinna til sölu og vöfflukaffi á 1.000 krónur til styrktar Safnaðarfélaginu.

Auglýsing frá Safnaðarfélaginu:

Jólabasar Áskirkju

Verður sunnudaginn 6. nóvember eftir messu eða um kl 14. Vöfflukaffi kr. 1000.

Mikið af fallegum munum og handavinnu til sölu á góðu verði. Einnig verða tertur og allskyns góðgæti til sölu. Vonumst innilega til að sjá sem flesta!

Ef þið viljið gefa muni á basarinn þá endilega komið þeim til kirkjunnar, kirkjuvörður tekur á móti. Ef þið hafið tök á að gefa okkur kökur eða annað góðgæti á hlaðborðið þá endilega komið með í efra safnaðarheimili kirkjunnar milli kl 10 og 11 á sunnudag.

Safnaðarfélag Áskirkju