Hin mæta morgunstundin – 2. sunnudag í aðventu
Í hugvekju sunnudagsins 6. desember 2020 sem er annar sunnudagur í aðventu, ræðir séra Sigurður Jónsson um svör Jesú við vangaveltum lærisveina hans um hvenær vænta mætti efsta dags. Jesús varaði lærisveinana við falsspámönnum og villandi upplýsingum þeirra um örlög manns og heims, en brýndi þá til staðfestu – því þannig yrðu þeir hólpnir. Sr. Sigurður tengir þennan boðskap Drottins við jarðneska atburði líðandi stundar, þar sem himnesk von samfélagsins við Guð, vegna komu Krists í heiminn, lifir einnig og engu að síður í hjarta mannsins.
Prestur: Sr. Sigurður Jónsson
Organisti: Bjartur Logi Guðnason
Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar tvisvar í viku út aðventuna, á sunnudögum kl. 9:30 og á fimmtudögum kl. 9:30.