Hin mæta morgunstundin – fimmtudagshugvekja 3. desember

Hér er vikið að eftirvæntingunni, og borin saman annars vegar eftirvænting þeirra sem endur fyrir löngu væntu frelsara er leysa myndi þá undan andlegri kúgun, og hins vegar þeirra sem á tæknivæddri 21. öldinni vænta lausnar frá langvarandi deyfð og kyrrstöðu heimsins í nýju bóluefni.

Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar út aðventuna; á sunnudögum kl. 9:30 og á fimmtudögum kl. 9:30.

Prestur er sr. Sigurður Jónsson og organisti er Bjartur Logi Guðnason.