11. sunnudagur eftir trínitatis, 23. ágúst 2020:

Guðsþjónusta og ferming kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, djákna Ássafnaðar.  Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.  100 manns mega koma saman, en fólk er hvatt til að virða 2ja metra fjarlægðarmörk og hafa tiltæka grímu til að bregða fyrir vit sér.