Uppstigningardagur, kirkjudagur aldraðra, 26. maí 2022:

Sameiginleg guðsþjónusta sóknanna í Laugardalsprestakalli í Áskirkju kl. 13:00.  Séra Bolli Pétur Bollason og Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni þjóna fyrir altari, og séra Jón Ragnarsson prédikar.  Ekkó-kórinn, kór eldri kennara, leiðir kirkjusönginn og flytur nokkur lög að auki í lok guðsþjónustunnar.  Organisti Bjartur Logi Guðnason.  Safnaðarfélag Áskirkju býður upp á veglegar kaffiveitingar í Ási, safnaðarheimili Áskirkju, að athöfn lokinni.