Slá þú hjartans hörpustrengi

Á fyrsta sunnudegi í aðventu er víða í kirkjum landsins sunginn sálmur Valdimars Briem: Slá þú hjartans hörpustrengi. Sú hátíðlega útgáfa sem við þekkjum hvað best, er úr smiðju Johanns Sebastians Bachs og er hluti af stærra verki. Hér er hægt að hlusta á þessa fallegu tónlist sem markar upphaf aðventunnar en upptakan er frá æfingu Kórs Áskirkju þann 24. nóvember 2021.