Fréttir

Miðfasta, 31. mars 2019:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11:00. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Passíusálmarnir eru lesnir á föstunni í Áskirkju fjóra daga vikunnar, frá þriðjudagsmorgnum til föstudagsmorgna kl. 10:30, tveir sálmar í senn á hverjum degi.

Opið hús eldri borgara í Ás- og Laugarnessóknum í Áskirkju á fimmtudögum kl. 12-15. Dagskráin hefst með kyrrðarstund í hádeginu í Áskirkju. Hádegisverður í Dal, neðri safnaðarsal kirkjunnar að henni lokinni. Verð kr. 1.000. Breytileg dagskrá kl. 13-14. Söngstund kl. 14-14:45.