Messufall á sunnudögum í október og safnaðarstarf í lágmarki
Í samræmi við nýjustu sóttvarnarreglur falla almennar guðsþjónustur á sunnudögum niður út októbermánuð.
Hinu sama gegnir um Opið hús, starf eldri borgara í samstarfi við Laugarneskirkju, á fimmtudögum.
Hlé hefur verið gert á fermingarfræðslunni til 25. október. Næsti fermingarfræðslutími verður því í fyrsta lagi þriðjudaginn 27. október n.k., ef Guð lofar.
Kóræfingar liggja niðri um sinn.