„Hin mæta morgunstundin…“

Hlaðvarps-hugvekjur með tónlist, ritningarorðum, hugleiðingum, bænagjörð og myndum birtast á heimasíðu kirkjunnar, askirkja.is, á fimmtudögum og sunnudögum kl. 9:30, í umsjá séra Sigurðar, Jóhönnu Maríu djákna og Bjarts Loga organista.  Taktu frá stutta stund til morgunandaktar og njóttu orðsins góða.  Guðsþjónustur liggja niðri af sóttvarnarástæðum um óákveðinn tíma.  Prestur og djákni eru til viðtals í síma eftir samkomulagi.  Sími Áskirkju er 588 8870.