Fréttir

Helgihald í Ássókn í lok aðventu, um jól og áramót 2019-2020:

Föstudagur 20. desember:
Jólaguðsþjónusta á Norðurbrún 1 kl. 14:00.

Sunnudagur 22. desember:
Helgistund með lestrum og jólasöngvum kl. 11:00.

Aðfangadagur jóla, 24. desember:
Aftansöngur kl. 18:00.
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Sungnir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kór Áskirkju syngur. Einsöngur: Jóhanna Ósk Valsdóttir. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Jóladagur, 25. desember:
Hátíðarguðsþjónusta á Skjóli kl. 13:00.
Félagar úr Kór Áskirkju syngja.
Hátíðarguðsþjónusta í Áskirkju á jóladag kl. 14:00.
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djáknakandidat. Sungnir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Föstudagur 27. desember:
Jólaguðsþjónusta á Dalbraut 27 kl. 14:00.

Gamlárskvöld, 31. desember:
Aftansöngur kl. 18:00.
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djáknakandidat. Sungnir Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Sunnudagur milli nýárs og þrettánda, 5. janúar 2020:
Messa kl. 11:00.

Föstudagur 10. janúar:
Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 kl. 14:30.

Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, 12. janúar:
Messa og fyrsti sunnudagaskólinn á nýju ári kl. 11:00.

Opið hús Ás- og Laugarneskirkju hefur göngu sína eftir jólahlé fimmtudaginn 16. janúar 2020 í Áskirkju og verður vikulega til vors.

Fermingarfræðslan fer af stað á ný þriðjudaginn 14. janúar 2020.

Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum árið sem er að líða.
Sóknarprestur, sóknarnefnd og starfsfólk Áskirkju.