Breytingar á safnaðarstarfinu vegna smithættu af völdum Covid19-veirunnar

Meðan smithætta af völdum Covid19-veirunnar varir, falla niður um óákveðinn tíma nokkrar af skipulögðum samverum og viðburðum safnaðarstarfsins ásamt hluta af þjónustu djákna og sóknarprests, svo sem hér segir:

  • Opið hús á fimmtudögum.
  •  Spilakvöld á þriðjudögum.
  •  Heimsóknir djákna í þjónustuíbúðakjarnana að Dalbraut 27 og Norðurbrún 1.
  •  Vitjanir sóknarprests að Skjóli, Laugaskjóli og í Fríðuhús.

Breytingar á þessu fyrirkomulagi verða auglýstar undir eins og þær verða.

Aðrir þættir kirkjustarfsins eru óbreyttir, þ.m.t. guðsþjónustur kl. 11 á sunnudögum og fermingarfræðsla á þriðjudögum kl. 15:30.