Hin mæta morgunstundin – 7. febrúar 2021
7. febrúar 2021 er annar sunnudagur í níuviknaföstu og biblíudagurinn.
Skyldi hann vera Kristur?, er spurning samverskrar konu sem velt er upp í guðspjalli dagsins. Við hana hafði Jesús rætt, og gefið til kynna að hann gjörþekkti hana. Grunur hennar varð að vissu sem hún bar vitni um í eyru margra, og deildi þannig trúarreynslu sinni með öðru fólki.
Forspil á orgel Áskirkju: Hymne (sálmalag) eftir Alexandre Guilmant
Eftirspil á orgel Áskirkju: Fantasía í F-dúr eftir Johann Christian Kittel
Prestur: Sr. Sigurður Jónsson
Organisti: Bjartur Logi Guðnason
Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar á sunnudögum kl. 9.30.