Fréttir

17. sunnudagur eftir trínitatis, 13. október 2019:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni sér um samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kirkjukaffi í Ási eftir messu, þar sem fermingarbörnin bjóða upp á meðlæti, og fá afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju.