Haustferð eldri borgara
Kæru eldri borgarar, við viljum vekja athygli ykkar á haustferð Opna hússins sem farin verður fimmtudaginn 21. október nk.
Að þessu sinni verður ferðinni heitið í Garðasókn og brottför verður frá Áskirkju kl. 12.30 en ráðlegt er að mæta kl. 12.
Við munum borða hádegisverð á Kaffi Álftanesi en að því loknu mun sr. Hans Guðberg Alfreðsson taka á móti okkur í Bessastaðakirkju og vera með helgistund. Þá verður ferðinni heitið í Garðakirkju þar sem sr. Henning Emil Magnússon í Vídalínskirkju mun sýna okkur kirkjuna og segja okkur sögu staðarins.
Á leið í bæinn stoppum við í Hönnunarsafni Íslands í Garðbæ og fáum leiðsögn um sýningu á verkum Kristínar Þorkelsdóttur hönnuðar og Högnu Sigurðardóttur arkitekts.
Við hvetjum þau ykkar sem hafa áhuga á að slást í för með okkur til að skrá ykkur í síma: 5814035. Verð: 4000 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kærleikskveðja,
Jóhanna María djákni og Anna Sigga.