Opið hús Laugarnes- og Áskirkjusafnaðar
Kæru eldri borgarar, minnum á Opið hús nk. fimmtudag 30. september kl. 12-15. Jóhanna María djákni sér um kyrrðarstundina.
Sólveig Baldursdóttir, blaðamaður og ritstjóri vefmiðilsins Lifðu núna, heimsækir okkur. Hún kynnir fyrir okkur vefinn en markmið miðilsins er meðal annars að fjalla um þau mál sem brenna á eldra fólki, s.s. réttindamál, búsetuúrræði ofl.
Hlökkum til að sjá ykkur – Anna Sigga og Jóhanna María djákni.