Fréttir

4. sunnudagur eftir páska, 10. maí 2020:

Helgistund birtist á heimasíðu Áskirkju; askirkja.is, og á facebook-síðu kirkjunnar kl. 10. Þar flytur séra Sigurður Jónsson sóknarprestur ritningarorð og hugvekju, Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni biður bæna, Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur einsöng og Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Þetta verður síðasta streymis-helgistundin að sinni.

Sunnudaginn 17. maí kl. 11 verður fyrsta guðsþjónustan í Áskirkju eftir rýmkun samkomureglna. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2020 verður haldinn í Ási að henni lokinni.