Fréttir

2. sunnudagur í föstu, 8. mars 2020:

Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, nývígðum djákna Ássafnaðar, sem einnig annast samverustund sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir guðsþjónustuna.

Guðsþjónustan sem vera átti á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 fellur niður vegna lokunar heimilisins fyrir gestum og gangandi, til að draga úr smithættu af völdum Covid19-veirunnar.