Fréttir

Tónleikar Hljómfélagsins 10.9. kl. 16 í Áskirkju

Hljómfélagið heldur tónleika í Áskirkju sunnudaginn 10.9. kl. 16 en Hljómfélagið er blandaður kór sem hefur æft í Áskirkju undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Í september heldur Hljómfélagið í tónleikaferð til Barcelona þar sem kórinn mun, ásamt kórum hvaðan af úr heiminum, syngja í tónleikahöllinni Palau de la Música Catalana undir stjórn Eric Whitacre. Að þessu tilefni ætlar kórinn að flytja vel valin verk eftir Eric Whitacre ásamt íslenskum og erlendum kórperlum.
Kórinn syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Píanóleikari verður Hrönn Þráinsdóttir.
Miðaverð er 3.900 og rennur ágóði seldra miða í ferðasjóð kórsins. Hægt er að nálgast miða hjá Hljómfélögum og á https://tix.is/is/event/16106/hausttonleikar-hljomfelagsins/ en einnig verður posi á staðnum.