Þriðji sunnudagur í aðventu, 15. desember 2019:
Fjölskylduguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11:00. Umsjón með stundinni hafa Jóhanna María, djáknakandidat, Inga Steinunn píanóleikari og séra Sigurður.
Í söngvum, sálmum og leik verður dvalið við fyrirheit Guðs um friðarríkið góða og opinberun hans í mannlegu holdi í komu Krists til manna á heilögum jólum.
Að stundinni í kirkjunni lokinni verður haldið inn í Ás og gengið kringum jólatréð „með gleðiraust og helgum hljóm“. Ekki er að vita nema Sveinki láti sjá sig og taki þátt í gleðinni.
Það er full ástæða til að koma til kirkju á sunnudaginn og bjóða með sér gestum. Þetta verður síðasta fjölskylduguðsþjónusta ársins, en barnastarfið hefst svo á nýjan leik eftir áramót sunnudaginn fyrstan eftir þrettánda, þann 12. janúar 2020.