Opnu húsi eldri borgara í Ássókn og Laugarnessókn í Áskirkju fimmtudaginn 24. september 2020 aflýst.
Opnu húsi eldri borgara í Ássókn og Laugarnessókn í Áskirkju fimmtudaginn 24. september 2020 er hér með aflýst.
Í tilmælum sem gefin eru á heimasíðunni Covid.is, segir orðrétt: „Ef þú ert eldri borgari eða með undirliggjandi sjúkdóma er þér ráðlagt að halda þig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum. Forðastu einnig að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.“
Tilkynnt verður í næstu viku hvort óhætt reynist að halda Opið hús fimmtudaginn 1. október 2020.