Kristniboðsdagurinn, 21. sunnudagur eftir trínitatis, 10. nóvember 2019; menningardagur Áskirkju:
Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djáknakandidat og Inga Steinunn Henningsdóttir annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.
Nytjamarkaður og jólabasar Safnaðarfélags Áskirkju hefst í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar kl. 12. Fjölmargt eigulegra muna á boðstólum. Kaffi og vöfflur til sölu til styrktar starfi Safnaðarfélagsins.
Tónleikar Kórs Áskirkju kl. 13:30 í kirkjunni.
Sýning á vinnuteikningum Valgerðar Bergsdóttur að kórglugga kirkjunnar verður í Holti, fundarherbergi Áskirkju. Þar getur einnig að líta listmuni og helgigripi úr fórum Unnar Ólafsdóttur og Óla Ísakssonar, velunnara Áskirkju.