Tilkynningar

Íslensk kórtónlist á alvarlegu nótunum með kór Áskirkju

Laugardaginn 2. mars kl. 18, flytur Kór Áskirkju íslenska kórtónlist við gamlan og góðan kveðskap þar sem alvarleiki hversdagsins er í fyrirrúmi. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Þreyjum þorra og góu með kór Áskirkju – en nú er þorri einmitt runninn sitt skeið og góa nýhafin. Þessi orð, þreyjum þorra og góu vísa m.a. í Barnagælu sem Jórunn Viðar tónsetti svo fagurlega og er meðal þess sem kórinn mun syngja.

Við skulum þreyja
þorrann og hana góu
og fram á miðjan einmánuð:
Þá ber hún Grána.

Tónleikarnir verða eins og áður sagði í Áskirkju laugardaginn 2. mars kl. 18 og er aðgangur ókeypis.