Fréttir

Hin mæta morgunstundin – sunnudagshugvekja 15. nóvember

Sunnudagurinn 15. nóvember er næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins því það líður brátt að aðventu sem markar upphaf nýs kirkjuárs.
Sr. Sigurður Jónsson flytur hér Guðspjall dagsins, dæmisöguna um hinar tíu meyjar sem biðu með lampa sína eftir komu brúðgumans.
Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar tvisvar í viku;

á sunnudögum kl. 9:30 og á fimmtudögum kl. 9:30.

Prestur er sr. Sigurður Jónsson og organisti er Bjartur Logi Guðnason.