Útfarir

Jesús sagði: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Jóh. 11:26.

Hægt er að leita aðstoðar eða stuðnings til prests við fráfall ættingja eða vinar eða hafa samband við útfararstofu.

Prestur Áskirkju er sr. Sigurður Jónsson, prestur@askirkja.is

Útfararstofur/þjónustur geta aðstoðað við heildar framkvæmd útfarar svo sem við val á kistu, frágang skjala, blómaskreytingar, uppsetningu og prentun sálmaskrár, ráðningu hljóðfæraleikara og söngfólks, kross á leiði og uppsetningu svo eitthvað sé nefnt.

Nokkru eftir andlát fer fram útfararathöfn, venjulega í kirkju, og síðan greftrun í kirkjugarði. Undanfari útfarar er kistulagningarathöfn, sem er bænastund með aðstandendum þegar hinn látni hefur verið lagður í kistuna, og áður en henni er lokað. Þessi bænastund er nær alltaf haldin. Einnig er algengt að fram fari bænastund með ástvinum við dánarbeðinn.

Einkenni útfararathafnarinnar er hin kristna von um upprisu og eilíft líf. Oftast eru látnir jarðsettir í venjulegri kistu, en ef líkbrennsla hefur farið fram að lokinni útfararathöfninni þá er duftkerið jarðsett.

Þóknun vegna kirkjuvörslu við útför greiðist í gegnum útfararstofu.

Upplýsingar um legstaði má finna á vefsíðunni:

gardur.is

Upplýsingar um útfarir má finna á vefslóðinni:

kirkjugardar.is

Vefurinn Útför í kirkju:

utforikirkju.is

Linkar á streymi við útfarir í Áskirkju:

07.07.2022 Útför Þorsteins Sigfússonar   beint.is/streymi/thorsteinn