Ferming
Ferming þýðir staðfesting.
Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla.
Fermingarfræðsla í Áskirkju veturinn 2024-2025 verður kl. 14:45 á föstudögum frá miðjum september til marsloka. sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir hefur umsjón með fræðslunni. Sími: 861-3604, netfang: astapeturs@gmail.com
Fermingardagar í Áskirkju 2025:
Pálmasunnudagur, 13. apríl 2025 kl. 13:00.
Fyrsti sunnudagur eftir páska, 27. apríl 2025 kl. 13:00.
Hvítasunnudagur, 8. júní 2025 kl. 13:00.
Fyrsti sunnudagur eftir páska, 27. apríl 2025 kl. 13:00.
Hvítasunnudagur, 8. júní 2025 kl. 13:00.
Slóðin á rafræna skráningu í fermingarfræðslu í Áskirkju veturinn 2024-2025 er hér að neðan:
https://docs.google.com/forms/d/1eGiYWngHB83R7mCcDKpDls_zLOXwoqKCjmXhh98hfv8/edit