Allraheilagramessa, 3. nóvember 2024
Messa kl. 13. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar og Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Kaffisopi í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar að messu lokinni.
Allraheilagramessa er tileinkuð hinum látnu, en sá siður að biðja fyrir hinum látnu í sérstakri messu á sér rætur aftur í aldir og er að a.m.k. frá 4. öld.
Snemma á 7. öld var allraheilagramessa tileinkuð píslarvottum en síðar varð hún að messu helgra einstaklinga ekki síst þeirra dýrlinga sem ekki áttu sinn dýrlingadag. Nú í seinni tíð er dagurinn tileinkaður öllum látnum og víða í kirkjum landsins kemur fólk saman til að minnast látinna ástvina og biðja fyrir þeim.
Á 17. öld þekkist hátíðin í íslensku máli undir nöfnunum „sálnadagur“ og „heilagar sálir“, en í rímtali 1707 er núverandi heiti komið inn og hefur verið það síðan.
Í íslensku þjóðkirkjunni fara þessir dagar orðið saman, eru eins og einn væri og beðið er fyrir sálum allra látinna.
Heimild: Sigurður Ægisson ritaði. Sjá: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=7047
Allraheilagramessa var lengi vel haldin þann 1. nóvember en árið 1770 var allraheilagramessa færð til fyrsta sunnudags í nóvember. Nú á árinu 2024 ber allraheilagramessu upp á 3. nóvember.
Verið öll velkomin í Áskirkju á allraheilagramessu.
-BLG