Fréttir

Aðventu- og jólatónleikar Kórs Áskirkju – 4. desember kl. 20

Aðventu- og jólatónleikar Kórs Áskirkju verða í Áskirkju, miðvikudaginn 4. desember.

Kórinn hefur fengið til liðs við sig gítarleikarann Svan Vilbergsson, sem mun töfra fram aðventu- og jólahljóma með kórnum.
Stjórnandi kórsins er Bjartur Logi Guðnason.

Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangseyrir er 2.000,- kr og miðar eru seldir við innganginn.