Hin mæta morgunstundin – 1. sunnudag í aðventu
Sunnudagurinn 29. nóvember 2020, er fyrsti sunnudagur í aðventu og jafnframt upphafsdagur nýs kirkjuárs.
Hér fjallar séra Sigurður Jónsson um undirbúninginn að komu frelsarans Jesú Krists, sem hvorki krefst íburðar né skrautsýninga, heldur fyrst og fremst hugarfars trúarinnar sem mótar viðhorf manneskjunnar til náunga síns og samfélags.
Prestur: Sr. Sigurður Jónsson
Organisti: Bjartur Logi Guðnason
Söngur: Jóhanna Ósk Valsdóttir
Morgunhugvekjur og orgeltónlist úr Áskirkju birtast á hlaðvarpi heimasíðu kirkjunnar tvisvar í viku;á sunnudögum kl. 9:30 og á fimmtudögum kl. 9:30.