Fréttir

Helgistund í Áskirkju á öðrum sunnudegi eftir páska

Sr. Sigurður Jónsson les guðspjallið og flytur hugleiðingu um textann en texti annars sunnudags eftir páska er um góða hirðinn.
Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni fer með bænir.
Um tónlistina sjá Bjartur Logi Guðnason organisti og Jóhanna Ósk Valsdóttir sem syngur tvo sálma:
Sumarsálminn: Dýrlegt kemur sumar og einnig: Hirðisraust þín, Herra blíði – sem vísar í efni guðspjallstextans.