Opið hús hefst á ný fimmtudaginn 15. janúar 2026
Opið hús Ássóknar og Laugarnessóknar hefst á ný í Áskirkju eftir jólahlé fimmtudaginn 15. janúar 2026.
Dagskráin hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl.11:30.
Hádegisverður er fram reiddur í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að henni lokinni. Verð fyrir hádegisverðinn er kr. 2.000,-.
Að hádegisverði loknum er söngstund, og síðan dagskrá til fróðleiks og skemmtunar til kl. 14:00.
