Annar sunnudagur í aðventu, 7. desember 2025:
Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 13:00.
Fermingarbörn flytja helgileik.
Almennur söngur. Einnig flytur Kór Áskirkju aðventu- og jólasöngva undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.
Sunna Dís Másdóttir rithöfundur flytur frumort ljóð.
Ræðumaður Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Heitt rjómasúkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar í Ási að dagskrá lokinni.
