Opið hús hefst á ný fimmtudaginn 18. september 2025
Fimmtudaginn 18. september 2025 kl. 11:30 verður Opnu húsi lokið upp á ný með vikulegri, glaðlegri og uppbyggilegri dagskrá. Hún hefst hverju sinni með kyrrðarstund í kirkjunni. Að henni lokinni er safnast saman í Ási, efra safnaðarheimili kirkjunnar, snæddur hádegisverður og samverunnar notið með söng, skemmtun og fróðleik af ýmsu tagi.
Opið hús er alla fimmtudaga fram í desember, þegar gert er 3ja vikna jólahlé. Starfið hefst í janúar á ný eftir jólahlé.
Opið hús er í samstarfi Ássóknar og Laugarnessóknar.