Fréttir

14. sunnudagur eftir trínitatis, 21. september 2025:

Messa kl. 13:00. Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra setur séra Sigurð Jónsson inn í embætti sóknarprests Laugardalsprestakalls. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffiveitingar í Ási í boði sóknarnefndar Ássóknar að messu lokinni.